Það má koma í náttfötunum í skólann á morgun, föstudaginn 9. janúar, en þá stendur nemendaráð Glerárskóla fyrir náttfatadegi. Það er reyndar engin skylda að mæta í náttfötum en vissulega væri gaman að sjá sem flesta mæta í þeim skólann, já eða í kósí fötum. Það er samt alveg bannað að sofna í kennslustundum.




























